Við hjá Djáknanum viljum veita sem besta þjónustu og bjóðum viðskipavinum okkar persónulega og góða þjónustu. Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem verslunin gefur sér en ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá svörum við fyrirspurnum á info@djakninn.is.


Upplýsingar um fyrirtækið:

Djákninn ehf.
Heimilisfang: Mánagata 3, 730 Reyðarfjörður
Kt. 530716-1120
VSK: 125155
Info@Djakninn.is
Sími: 456-0202


Verslanir:

Gránufélagsgata 4, 600 Akureyri.
Búðareyri 28, 730 Reyðarfjörður.
Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík.
Kaupvangstorg 1, 550 Sauðárkrókur.
Strandvegur 47, 900 Vestmannaeyjar.

 

Athugið að samkvæmt lögum er 18 ára aldurstakmark til að versla rafrettur og það sem því fylgjir. Við í Djáknanum tökum þessu alvarlega og erum strangir á að þessu sé framfylgt. Ef að grunur eða vafi sé um að einstaklingur sé undir 18 ára aldri verður spurt um skilríki.

 

Djákninn ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna augljóslegra rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

 

Verð á vöru og sendingar kostnaður:

Í vefverslun eru öll verð með 24% vsk innifalið en sendingarkostnaður bætist við þegar greiðslu fer fram. Allar sendingar eru sendar með íslandspósti og hægt er að velja á milli pakki á pósthús og heimsendingu. Pakki á pósthús kostar 990kr.- og heimsending 1290kr.-(Heimsending er bara í boði þar sem íslandspóstur bíður uppá heimsendingu). Allur sendingakostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000kr.- eða meira nema annað sé tekið fram í lýsingu á vöru eða tilboði.

 

Afhending:

Reynt er að afgreiða allar pantanir samdægurs ef pantað er fyrir klukkan 14:00, annars eru þær afgreiddar næsta virka dag. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða bjóða sambærilega vöru, einnig er hægt að fá endurgreitt ef vara er ekki til.

Hægt er að sækja vöru í verslun eða fá hana senda með Íslandspóst. Af öllum pöntunum dreif af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Frí heimsending er á pöntunum yfir 10.000kr nema annað komi fram í lýsingu á vöru.

 

Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afhenda skal hafa samband við okkur tafarlaust.
Viðskiptavinur skal senda vöruna til baka óopnaða á okkar kostnað og við sendum rétta vöru til baka. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara hafi verið afhend áður en vara er tekin úr pakkningu

 

Að skila vöru:

Veittur er 14daga skilaréttur (16.gr. laga 16/2016) við kaup á vöru gegn því að hægt sé að ~

sýna fram á með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (t.d. pöntunarnúmer o.s.f.v.).
Vara skal vera í lagi og neytandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem
stafar af meðferð vörunnar, anarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. (4.msg. 22. gr. laga 16/2016)

 

Eftir 14daga skilaréttinum líkur bjóðum við uppá að skipta í aðra vöru eða í inneignarnótu upp að 30dögum.

Ef viðskiptavinur vill skila vöru inn á milli 14daga og 30daga þarf að vera hægt að sýna fram á með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.

Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi, í upprunalegum umbúðum og óskemmdum.

 

Við skil á vöru er miðað við það verð sem viðskiptavinur borgaði fyrir vöruna.

Séu umbúðir skemmdar eða annarskonar útlitskemmdir á vöru metum við hvort og hversu mikið við getum endurselt vörunna á aftur, og er endurgreiðsluverð eftir því.

Hægt er að skila vöru til okkar annað hvort beint í verslun eða senda hana með pósti.

Ef Viðskiptavinur velur að skila með pósti þarf að senda hana á verslun okkar í Reykjavík.

Athugið að viðskiptavinur ábyrgist sendingarkostnað valið er að skila með pósti.

Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem sendar eru til okkar.

Hægt er annað hvort að fylla út eyðublað (slóð á eyðublað) til að falla frá samning og senda með eða hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst (info@djakninn.is).

Athugið að vökvum, brennurum(coils) og tönkum (tank) fæst ekki skipt eða skila sé innsiglið rofið vegna lýðheilsusjónarmiða og hreinlætisástæðum.

 

Heimilisfang í Reykjavík ef skilað er með pósti:

Djákninn ehf.
Suðurlandsbraut 52,
108, Reykjavík

 

 

Hætta við pöntun:

Ef viðskiptavinur vill hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun í vefverslun er best að senda okkur tölvupóst eða hringja í verslunina okkar í Reykjavík tímalega. Við sendum frá okkur vörur daglega og þarf slík tilkynning að koma fyrir 14:00 samdægurs eða næsta virkadag. Eftir það fer sendingarkostnaður í hlut viðskiptavinar ef hann kýs að hætta við pöntun. 

 

Gallar og ábyrgð:

  • Tankar, brennarar(coils) og rafhlöður sem notaðar eru fyrir rafrettur eru mismunandi eftir framleiðendum. Mikilvægt er að viðskiptavinur kynni sér vel fyrir öryggi, notkun og meðhöndlun á tönkum, brennurum og lithium rafhlöðum. Djákninn ehf. getur eingöngu ábyrgst að okkar rafrettur virki með þeim tönkum, brennurum og rafhlöðum sem við seljum.
    Brennarar og hleðslu rafhlöður hafa ekki endalausan líftíma og rýrna með tímanum. Vegna eðli þessara vara fæst tönkum og brennurum eingöngu skilað með órofið innsigli vegna lýðheilsusjónarmiða og hreinlætisástæðum. Teljir þú vöruna gallaða frekar en útkeyrða getur þú komið með hana eða sent til okkar og við förum yfir hana og metum hvort sé um að ræða galla eða notkun.
  • Ef vara reynist gölluð fæst henni skilað (ef innan við 14daga skilarétti er að ræða) eða skipt fyrir sömu eða sambærilega vöru (sé varan ekki lengur til) eftir skoðun hjá okkur sé það gert innan við tveggja ára(2. msg. 27. gr. laga nr. 48/2003). Það er á ábyrð viðskiptavinar að athuga hvort varan virki eins og hún eigi að gera.
    Coil/Brennarar/Hitarar flokkast ekki undir þennan lið, sjá lið 2.
    Tankar flokkast ekki undir þennan lið, sjá lið 1.
  • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að tilkynna um galla innan tveggja ára frá viðtökunnar degi.
  • Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana afhenta til skoðunar. Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er varan endursend á kostnað viðskiptavinar, eða viðskiptavini boðið að sækja hana í þeirri verslun sem vörunni var skilað í.
  • Ef varan virkar ekki með vöru sem viðskiptavinur keypti ekki hjá okkur en virkar á okkar vörum, telst það ekki sem galli á okkar vöru.
  • Djákninn ehf. getur aðeins ábyrgst að þær vörur sem við seljum passi og/eða virki með öðrum vörum sem við seljum. Mikið magn af rafrettum, rafrettu vökvum, tönkum, brennurum, rafhlöðum ofl, eru á markaðnum og er alltaf sá möguleiki að sumar vörur passi ekki saman eða virki ekki eins og þær eigi að virka. Ekki er algengt að svoleiðis tilfelli komi upp en það er alltaf möguleiki.
  • Viðskiptavinur/notandi ber ábyrgð á því að hafa kynnt sér öryggi, notkun og meðhöndlun á lithum rafhlöðum, og að hann noti þær á eigin ábyrgð. Djákninn ehf. ábyrgist ekki tjón eða skaða sem kann að vera valdið af rafhlöðum sem hafa ekki verið meðhöndlaðar rétt.
  • Djákninn ehf. ábyrgist ekki vörur sem hafa verið fyrir tjóni og bera þar af sjáanlegt tjón, einnig berum við ekki ábyrgð á brotnum glerum.
  • Djákninn ehf. ábyrgist ekki eðlilega rýrnun á vöru.

 

Annað:

  • Viðskiptavinir sem reyna að skila eftirlíkingum (,,clone”, ,,Replica”, ,,style”) af vöru eða vörum sem eru ekki keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum eða seljum frá, munu fá vöruna endursenda til þeirra á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla á vefsíðu okkar né í verslun og málið verður meðhöndlað sem vörusvik samkvæmt íslenskum lögum.
     
  • Í verslunum Djákninn ehf. eru öryggismyndavélar sem gæta öryggi bæði starfsmanna og viðskiptavina.
     
  • Ef upp kemur um þjófnað, tilraun til þjófnaðar eða önnur saknæm brot í verslunum Djákninn ehf. verða þau kærð til lögreglu.

 

Trúnaður:

Djákninn ehf. heitir viðskiptavini fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

 

Lög og varnarþing:

Skilmálar þessi eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Governing law / Jurisdiction These terms and Conditions are in accordance with icelandic law.

Kærunefnd vöru - og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Reykjavík
https://kvth.is

 

Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna í sambandi við skilamála okkar endilega hafið samband við okkur, tökum spurningum og athugasemdum fagnandi.

BACK TO TOP