Umhverfisstefna Djákninn ehf.

Djákninn rekur fimm verslanir um landið og flytur inn fjöldann allan af rafrettu vörum og vökvum.
Með innflutningnum fylgir mikið af umbúðum/pappa og plasti. Við viljum vera samfélagslega ábyrg og höfum við því tekið upp umhverfisstefnu.
Í henni felst að Djákninn ábyrgist að láta endurvinna allt plast, málma og allan pappa til hjá okkur.
Við Seljum rafrettuvökva í hágæða PET/HDPE plastflöskum sem hægt er að endurvinna á auðveldan hátt.
Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar að taka þátt í að vernda umhverfið okkar og ætlum við því að bjóða uppá endurvinnslubónus fyrir hverja flösku og rafrettu sem skilað er til okkar.

Endurvinnslubónusinn virkar þannig að við veitum 200kr.- afslátt af næsta vökva þegar þú skilar inn flösku. Við veitum 350kr.- afslátt af næstu rafrettu þegar þú skilar inn rafrettu.
Eingöngu er hægt að nýta endurvinnslubónusinn einu sinni á hvern vökva eða hverja rafrettu, semsagt flaska á móti flösku eða rafretta á móti rafrettu.
Ekki skiptir máli hvar eða hvenær var rafrettan eða flaskan var keypt né stærð flösku.

Endurvinnslubónusinn fyrir að skila inn flöskum tók gildi 1. Nóvember 2019.
Endurvinnslubónusinn fyrir að skila inn rafrettum tók gildi 1. Nóvember 2020.
Þann 1. Nóvember 2020 var Djákninn búinn að taka við 3526 flöskum og gefið til baka 705.200kr.- í formi endurvinnslubónus.

Djákninn mun einnig taka við öllum gömlum eða ónýtum rafhlöðum, brennurum o.s.frv. og munum við koma því til skila í endurvinnslu án kostnaðar fyrir okkar viðskiptavini.
Ef ákveðnir hlutir falla ekki undir að hægt sé að endurvinna þá, munum við sjá til þess að þeir verði flokkaðir og þeim fargað samkvæmt íslenskum förgunarreglum.

*Eingöngu þær flöskur sem notaðar voru fyrir rafrettuvökva falla undir endurvinnslubónusinn.
**Flöskur undan nikótín skotum falla ekki undir endurvinnslubónusinn.

BACK TO TOP